Katla

                                                 V/ Atleyjarkofa                                                   63.39.57.n                                                  18.39.20.vLeið Vilhjálms Bjarnasonar og fl.                   Leið Jóns Gíslasonar og fl.         V/Rjúpnafell                                                  V/Bátsker    Ath. Þeir fóru yfir Leirá                                                                                                                     nokkru austar en              63.38.15.n                                                     63.37.29.n      Bátskerið er, á ekki         18.40.25.v                                                      18.34.15.v     staðsettningu á þvíV/Herjólfsstaðasel                                              V/Hrauntanga        63.34.14.n                                                      63.34.34.n       18.32.04.v                                                      18.26.58.vÞeir sjá hvar hlaupið kemur við                        Þeir sjá hlaupið og flýja  V/Stóralækskjapt                                                 V/Sauðhól       63.31.41.n                                                       63.33.41.n      18.32.59.v                                                        18.26.38.v                           Stefán Árnason heldur til móts v/ félaga          Þarna eru allir afréttarmennsína v/Nátthagasker                                         komnir saman nema      63.34.38.n                                                  Vilhjálmur. Þeir sjá hlaupið     18.30.50.v                                                  komið austur úr Skálm.LeiðinVilhjálmur heldur áfram                                  heim lokuð. Þeir snúa til tilAlviðruhólms                                               Skálmarbæjarhrauna   63.33.22.n                                                      Hraunbrún18.29.01.v                                                             63.33.53.nLjósavatnaháls                                                      18.25.34.v   63.33.03.n                                                 Merki                             Gísli Magnússon var      18.26.16.v                                                 63.33.39.n                     við FossaréttinaSkógavað á Skálminni                              18.24.39.v                          63.33.21.n   63.32.52.n                                        Skálmarbæjarhraun                 18.25.45.v  18.25.39.v                                              63.34.48.n                      Þegar farið var yfir á Herjólfsstaðir                                            18.22.36.v                 Skógavaðinu var hlaupið  63.31.27.n                                                                          við Hellhólmann  18.25.48.v                                                                               63.32.43.n                                                                                                  18.26.52.vAth. Leið hlaupsins var sama leið og Vilhjálmur fór           Herjólfsstaðirv/Alviðruhólm.Hellhólma að Skógavaði .Síðar kom                63.31.27.nþað fyrir vestan Herjólfsstaði niður hjá.Hraunbæ                     18.25.48.v.Þó Gísli Magnússon og fl.rétt slyppu yfir Skálmina                Hraunbærþá komst hann heim til sin niður hjá Hraunbæ áður                 63.30.30.nen hlaupið kom þar                                                                   18.25.39.vJóhann Pálsson var staddur á stað 63.37.27.n18.30.15.v         NorðurhjáleigaHann sá hvar hlaupið var á stað 63.37.31.n18.33.02.v             63.30.32.nHann slapp yfir Hólmsárbrúna 63.38.10.n18.31.11.v.              18.22.10.vUm leið og brúna tók af , Hundurinn sem með honumvar varð eftir en kom heim daginn eftir Ég átti þessa staðsetningapúnkta um c.a þá leið sem smalar í Álftaveri fóru þegar þeir flúðu undan Kötlugosinu 1918. Þeir eru flestir teknir ár 2001 og 2002. Sendi þér kortin vona að þú skiljir það.                                 Með bestu kveðju                                        Gissur á Herjólfsstöðum.           

Kom jökulhlaup niður Álftaversafrétt ?

Kom jökulhlaup niður Álftaversafrétt ?Ekki er vitað um,neinar heimildir um jökulhlaup úr Mýrdalsjökli austanverðum niður úr Álftaversafrétti. Oft hef ég samt velt því fyrir mér hverning stóru blá og grágrýis steinarnir ,,Grettistökin´´sem liggja ofan á berum hraunklöppunum inn á Merkigilja-söndum hafi getað borist þangað.Helst hefur mér dottið í hug að þeir hafi komið með ís í jökulhlaupi því flestir þeirra liggja þar sem hallinn er mestur á sandinum og brot hefur komið á vatnið. En þar sem ekki eru til neinar heimildir um jökulhlaup þarna,hef ég alltaf talið þetta tóma vitleysu hjá mér.Á þessu ári 2003 eru liðin 60 ár frá því ég fyrst kom inn í Álftaversafrétt,siðan hef ég komið þar á hverju ári og sum árin mjög oft. Það er því kanski hálfgerð skömm fyrir mig að segja frá,að það það var ekki fyrr en á siðastliðnu sumri ár 2002 að ég taldi mig finna örugga vísbendingu um að jökulhlaup hafi komið niður Merkigiljasanda.Fyrir vestan Atley er sandfylltur hraunhryggur sem heita Atleyjarmelar ytri.Hraunhryggur þessi liggur á milli Leirár að sunnan og Jökulkvíslar að norðan,um 4ra k.m.langur vestan frá Hálsum austur að Melalæk.Í austasta hluta þessa hrauns um c.a.1,5k.m.til vesturs eru djúpar lautir með opnum gjám í botninum,með c.a.20s.m.þykku rauðu og hreinu moldar-lagi í gjáarbörmunum undir foksandinum sem þar er.Þessar djúpu lautir,hreina moldin og foksandurinn segja okkur það,að þarna hefur alldrei farið vatn yfir.Vestan við þetta,allt vestur að Hálsum á c.a.2.til2,5.k.m.kafla eru allar lautir þar í hrauninu fullar af vikur og malarmassa blönduðum grárri jökulfor.Undir þessum massa er svo moldarjarðvegur svipaður á þykkt og austur frá,en þessi mold er miklu dekkri vegna vatnsins sem sigið hefur ofan í hana.Hér tel ég engan vafa vera á,að þetta eru ummerki eftir jökulhlaup sem komið hefur niður Merkigiljasanda.Þarna sér maður allveg sömu ummerkin í landinu eins og í landinu milli Leirár og Skálmar þar sem vitað er um að Kötluhlaup hafa farið um, þar sér maður á milli farveganna eftir Kötlu,hraunrima með opnum gjám og nokkuri mold í sérstaklega sunnan á móti,þar sem hún hefur varist fyrir norðaustan áttinni.Þetta hlaup sem komið hefur niður Merkigiljasanda,hefur að hluta til farið á c.a.2ja k.m. breiðum kafla suður yfir Atleyjarmela suður í Leirá og að hluta til austur úr Lækjum norðan Atleyjar austur í Hólmsá.Hafi landið í Lækjunum allt farið undir sand í þessu hlaupi þá má leiða líkur að því að þar sé fundin orsök uppblásturins á Moldunum í Atley.Austur við Hólmsá fyrir sunnan Atley er algróið land meðfram ánni sem heita Árbugar, þetta land hafa bæði Hólmsá og Hrífunesheiðin varið fyrir uppblæstri í norðaustan áttinni sem er vesta uppblásturs áttin hér.Í þessu gróna landi er um það bil 1metra þykkur moldar jarðvegur niður á hraunið eins og finna má hér víðar í landi sem jökulhlaup hafa alldrei farið yfir og jarðvegur ekki blásið af. Við norðvestur horn Innri Árbugar þar sem Hólmsá vínkilbeigir fyrir hornið á Moldrananum í Hrífunesheiðinni hefur eitthverntima orðið svo mikið vatn í ánni,að hún hefur þar í beygunni gengið langt upp á landið vestan meigin og skilið þar eftir mjög grófan aur ofan á hrauninu.Nú er þar rúmlega skóflustungu þykkur jarðvegur niður á aurinn Sennilegt má telja að þetta geti verið frá sama hlaupi og hlaupið sem ummerkin sjást eftir fyrir vestan Atley.Þegar ég áttaði mig á því að þarna hafi verið um jökulhlaup að ræða datt mér fyrst í hug að þarna væri fundinn farvegur hlaupsins sem Sæmundur Hólm talar um að fyllt hafi Kúðafjörð,en að betur athuguðu máli held ég að þetta hafi ekki verið nógu stórt hlaup til þess.Ég gæti giskað á svipað hlaup og var í Jökulsá árið 1999 eða kanski í mesta lagi eins og hlaupið í Múlakvísl og Skálminni var árið 1955.Hvenær þetta hlaup hefur verið,verða eitthverjir aðrir en ég að segja til um,ég get aðeins komið með tilgátur þar um.Guðrún Larsen jarðfræðingur telur að mjög stórt hraungos hafi komið upp fyrir norðan Öldufell á fjórða áratug tíundu aldar.Það hraun hafi runnið niður úr Álftaversafrétti,og síðan þaðan yfir stæstan hluta Álftavers allt til sjávarJarðfræðingur hefur sagt mér að hann hafi haft þá þumalputtareglu að áætla jarðvegs-þykknun í grónu landi 1 millimetra á ári.Sé þetta allt rétt og það haft í huga að moldin ofan á hrauninu er 20 s.m.þykk þá hefur hún verið 200 ár að myndast. Svo má ef til vill bæta eitthverjum árum við, áður en hraunið fór að gróa kanski 100 árum. Ef til vill er en styttra síðan að hlaup þetta var. Haft er eftir Jóni Brynjólfssyni á Þykkva-bæjarklaustri f.árið 1859 að hann hafi vitað um að jökulinn fyrir sunnan Öldufell hafi náð austur undir Loðnugiljahaus. Sennilegt má telja að það hafi verið þegar jöklarnir voru hvað stæstir,trúlega eitthverntíman á átjándu öld.Hafi þetta jökulhlaup komið þá,má ef til vill tengja grjótdreifina sem er á sandinum sunnan við Einhyrning við það. Grjótdreif þessi virðist hafa komið austur úr skarðinu á milli Inngilja og Loðnugilja.Mitt vit á þessu er að sjálfsögðu mjög takmarkað,þó kunnugur sé á staðnum,því væri það mjög æskilegt sögunnar vegna að eitthverjir sem vit hafa á skoðuðu þetta .                                                       Í  Apríl 2003-                                                    Gissur Jóhannesson  

Hreppafluttningar.

Hreppaflutningar. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í vetur spurði Margrét Frímannsdóttir 1. þingmaður Suðurkjör- dæmis (það er forystu þingmaður kjördæmisins) Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra um heilbrigðis og öldrunarmál á Suðurlandi. Í máli þingmannsins Margrétar Frímannsdóttir kom  fram að fjórir eldri borgarar frá Hveragerði hafi verið fluttir hreppaflutningi (eins og þing- maðurinn orðaði það)200 km. leið á elliheimili á Kirkjubæjarklaustri langt frá skyldmönnum sínum og heimahögum. Þetta ásamt öðru, átti að sýna og sanna lélega þjónustu við aldraða.    Mér finnst þessi spurning þingmannsins segja mér það,að það sé sitt hvort að heita Jón eða séra Jón. Ég hef aldrei heyrt þingmenn Suðurkjördæmis(og þar með þingmenn Skaftfellinga)  tala um hreppaflutninga,þó ungmenni austan úr Skaftafellssýslu verði að sækja skóla langt frá sínum foreldrum og heimabyggð. Eða þó okkur Skaftfellingum hafi stöðugt fækkað vegna búferla flutninga héðan síðustu árin.     Mér finnst að þingmenn okkar Sunnlendinga hafi látið sig litlu varða þó frjálshyggjufárið og sú grímulausa markaðshyggja(Ég held hann megi fara á hausinn   stefnan)sem ráðið hefur undanfarin ár,hafi smátt og smátt verið að ganga frá þessu samfélagi hér í Skaftafellssýslu fjárhagslega og ekki síður félagslega séð.  Þegar Skaftárhreppur varð til árið 1990 úr fimm sveitarfélögum voru hér 613 íbúar ef ég man rétt,síðan hefur okkur altaf verið að fækka og árið 2006 fækkaði um 16 íbúa og íbúatalan fór þá niður fyrir 500 þannig að á 16 árum hefur okkur fækkað um tæp 20%. Átti ekki sameining sveitafélaga öllu að bjarga?       Oft hef ég velt því fyrir mér til hvers ég Skaftfellingurinn var að kjósa til alþingis,þar sem mér  fannst oft, þingmenn okkar lítið vilja vita um fólkið og byggðina fyrir austan Eyjafjallajökull.  Nú er ég hinsvegar ákveðin í að kjósa Bjarna að baki Guðna og allt þeirra viðhengi í vor.Ég vil trúa því,að fái þau Bjarni og helst Helga Sigrún líka góða kosningu í vor þá verða þau örugglega oft á ferðinni hér austur í Skaftafellssýslu.  Verði það svo, þá verður svo sannarlega til einhvers að kjósa.                                                                                                                                               Gissur á Herjólfsstöðum.  Þessi grein var í Sunnlenska fréttablaðinu eða Dagskránni árið sem hún var skrifuð. G. J.                             

HERJÓLFSSTÖÐUM 6. mars 2007

                                                                                     Herjólfsstöðum 6.mars 2007. Til Sveitarstjórnar Skaftárhrepps.              Kirkjubæjarklaustri.  Byggðaþróun sú sem verið hefur í Skaftárhreppi og raunar í V. Skaftafellssýslu allri  nú undanfarið hefur mér fundist benda til þess að innan ekki mjög langs tíma geti svo farið að fólki hér fækki svo að byggð geti lagst af vegna fólksfæðar. Í tilefni af þessari þróun byggðamála leifi ég mér að senda sveitarstjórn Skaftárhrepps þetta bréf og hvetja hana til að vinna allt sem hægt er,svo snúa megi þeirri óheillaþróun í byggðamálum við sem hér hefur verið á undanförnum árum.Á síðastliðnu ári var sagt frá að búið væri að ganga frá vaxtasamningi fyrir Suðurland og þar skyldi sérstaklega tekið tillit til Vestmannaeyja og Vestur Skaftafellssýslu. Þegar skipað var í stjórn þá sem sjá átti um verkefnið,þá var þar aðeins einn Skaftfellingur og þrír Vestmannaeyingar ef ég man það rétt,að öðru leiti voru allir stjórnarmenn þar með  heimilisfang fyrir vestan Þjórsá.             Og hverning skyldi svo málið standa í dag. Á fundi í Vík fyrir skömmu heyrði ég Elínu Einarsdóttir fulltrúa Skaftfellinga í stjórn samningsins segja að svo geti farið að fjármagn samningsins lendi að mestu á Selfoss.Sé það svo þarf sveitarstjórn að athuga það.             Þessir peningar voru að hluta til eyrnamerktir Skaftafellssýslu. Ég vona að sveitarstjórnin taki það ekki illa upp við mig þó ég gamall maður sé að skifta mér af hlutunum. Ég er bara svona gerður að vilja altaf að vera að skifta mér af.Vona að svo verði eitthvað áfram en um stund. Á svæðinu frá Markafljóti í vestri að Hornafjarðarfljóti í austri verður ekki um heilsárs- búsetu að ræða vegna hafnleysis strandarinnar,nema að hún byggist að stæðstum hluta á landbúnaði. Öll önnur atvinna svo sem opinber þjónusta ferðaþjónusta og margt fleira sem staðsett yrði í hreppnum mun að sjálfsögðu verða sveitarfélaginu mjög mikils virði.Til að styrkja byggð þarf sveitarstjórn og bara hreppsbúar allir að hugsa um hvað hægt sé að gera svo fólk vilji og geti haft sína búsetu hér. Þrjú atriði vil ég nefna sem myndu styrkja byggð ef vilji og möguleiki væri til þess. 1.)Veita ungum bændum vaxtalaus lán eða styrk við upphaf  búskapar,sem þeir þyrftu svo aldrei að endurgreið ef þeir byggju einhvern x ára búskap á svæðinu.2.)Þar sem búið er að afnema útflutningsskylduna á sauðfé,þá að opna sláturhúsið á Klaustri og slátra þar svo ekki þurfi að flytja sauðfé af hreinum svæði yfir á svæði þar sem sauðfjárriða er.3.)Þar sem grunnskóla nemendum hefur fækkað á Klaustri opna þá þar fyrir einhverskonar fjarnámskennslu eða framhald- nám fyrir eitthvað x marga bekki.     Þetta eru bara hugmyndir mínar inn í umræðuna.   Því að sjálfsögðu er þetta mál sveitarstjórnarinnar. Á gamlársdag ár 2005 skrifaði ég þingmönnum Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi bréf sem hafði inni að halda ásamt mörgu öðru eftirfarandi:             Nú virðist það vilji stjórnmálamanna þar með talið Framsóknarflokksins að byggja upp einstaka gælustaði í landinu,en vilja svo lítið um aðra staði vita. Í Suðurkjördæmi er þessi gælustaðir Selfoss Þaðan er ef miðað er við hringveginn um 35 km. til vesturs að næsta kjördæmi. Að næsta kjördæmi í austri eru þetta hinsvegar um 450 km. um það landsvæði finnst mér þingmenn Suðurkjördæmis sem minnst vilja vita. Stundum heyrir maður þá þó tala um Vestmannaeyjar í fjölmiðlum,þó oftast fari þeir lítið austur fyrir Þjórsá.Mér sem Skaftfellingi skiptir það engu þó Landbúnaðarstofnun hafi verið sett á guð og gaddinn á Selfoss(húsleysis)eða bara verið í Reykjavík. Hitt var verra að Sláturfélagið með aðstoð alþingis skuli í haust hafa flutt atvinnu sauðfjárbænda og annara sem eru alvanir slátrar frá Klaustri á þennan gælustað. Og sækja svo slátrara til Ástralíu til að vinna þar og óvaninga til Svíþjóðar sem byrja þurfti á að kenna slátrun. Var ekki nó að fara með Kaupfélagið á Selfoss fyrir nokkrum árum,sem síðar varð Kaupás í Reykjavík sem selur allar vörur í verslunum sínum mikið dýrari á öllu Suðurlandi,allt austur að Klaustri en þær eru seldar á Selfossi. Mér finnst það! Og það ríflega svo!Þessu bréfi lauk ég svo: Fyrir um 220 árum hröktust Skaftfellingar úr sinni heimabyggðvegna náttúruhamfara Móðuharðindanna. Nú í árslok 2005 í öllu góðærinu sem sagt er að sé,þá fækkar okkur en. Það er hvorki Lakagígum eða Kötlu að kenna. Mér finnst að stjórnmálamenn þurfi og eigi,ávalt að muna eftir jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar hvar og hvenær sem er. Í grein sem ég sendi í Bændablaðið í haust,en hefur ekki en verið birt þar, segi ég svo:Hafa menn hugsað það hvaða menningarverðmætum er verið að kasta frá sér ef rústa á landbúnaðinum. Í gömlu spakmæli segir,,Það er ekkert landslag ef það heitir ekki neitt”Hver á að þekkja örnefni á því landi þar sem allir hafa verið hraktir í burtu frá?     Hvað um allan þann fróðleik sem geymst hefur mann fram af manni um þann lands- hluta sem í eiði fer,ef engin verður til að halda því við. Vill fólkið í landinu glata því?Þó sjálfsagt sé að gagnrýna sanngjarnlega íslenska landbúnaðarkerfið,þá held ég að stærsti hluti þjóðarinnar,vilji halda öllu landinu í byggð og að þar sé rekinn öflugur landbúnaður. En til þess að svo verði þarf að vera ákveðin lámarks íbúafjöldi í hverju byggðalagi svo það fólk fái notið svipaðrar þjónustu og aðrir landsmenn hafa. Það á að vera réttur allra.Ath.  Þar sem ég tala um vaxtalaust lán eða styrk,þá á ég við opinberan ríkisstuðning.t.d. vaxtasamning.  Hafið þið athugað það,að af þessum tæplega fimmhundruð manna samfélagi hér. eru um 30 konur giftar eða í sambúð á barneignaaldri.  Jafnvel engin af þeim undir þrítugt,einn þriðji milli 30 og 40 ára og tveir þriðju milli 40 og 50 ára.                                                                                                                                                                                                                                                      Með kveðju                                                            Gissur Jóhannesson Herjólfsstöðum.                                                                

Ferðasaga krakkana í júlí 1944

       Kl.1 fara á Gísla Bíl, Loftur,Gissur og Svava út í Vík á stúkuball ásamt 25 öðrum.          Kl. 3 ½ fara af stað á hestum,,kallinn”Jóhannes,Hulda,Ingibjörg,Þórarinn,Þorsteinn, Garðar.,,Kallinn” reið á Gráubeljunni( hesturinn oft kallaður þetta.)( Ath.  Gissur)en Garðar á Glám í hnakk og stóru gæruskinni,bundið snæri í faxið sem Garðar hélt í,en,, kallinn” teymdi Glám við hlið Grána.      Þorsteinn reið Stjarna Einars og hin öll ein á sæmilegum hestum og Þórir Arinbjarnarson var með á skjóttu merinni og fjórir hundar.Nú var haldið á stað beint upp að Skálm en ekki krækt vestur á brú en farið yfir Skálmina á Skógarvaðinu,vatnið í bóghnútu á hestunum en sund á hundunum og allir og eining Garðar tóku helst eftir hundunum er flaut yfir fyrir framan skottið á þeim. Þegar yfir Skálmina kom var riðið hratt að fornu Lögréttinni er Kötlugosið eiðilagði að mestu 1918. Eftir að búið var að skoða leifar réttarinnar og láta hestana bíta í botni hinnar fornhelgu réttar þar sem Álftveringar glöddust yfir fé sínu og oft með flöskuna með um áratugi fyrir gosið 1918.       Var nú haldið að Vambafossi sem er ofar á Ljósavötnum rétt við þjóðveginn,eftir að hafa skoðað fossinn og athugað hvort ekki væri vömb í hylnum við fossin eins og áður átti að vera þegar þjófar fleygðu vömbum í hann.      Var nú haldið áfram þjóðveginn að Laufskálavörðu riðum mjög hratt ,,kallinn”og Garðar drógust aftur úr í byrjun en Þorsteinn þaut á undan hóp- num á Stjarna en er leið á sprettinn og Garðar hafði gaman af hraða ferðarinnar hleyptu þeir á sprett og komu að vörðunni samsíða hinum(ég held að hér eigi hann við að hann ,,kallinn”og Garðar sem hann teymdi undir hafi verið samsíða hinum)(Ath. Gissur) þá voru allir hestar móðir og sveittir því heitt var logn og sólskin.       Var nú tekið til verka,þeir sem áður  höfðu komið þangað að laga og bæta við áður hlaðnar vörður sínar og hlaða nýjar. Garðar hlóð axlar háa vörðu miðað við hann sjálfan,digra og myndarlega.                Og nú þegar hestar voru afmæddir var farið beint í austur til Geldingahálsa,þar var hagi handa hestum og nestið étið sem þeir Þórarinn og Þorsteinn voru með og skoðað útlit til Skaftártungu. Þaðan haldið suðaustur í Kerlingarhraun þar flaug upp Rjúpa í sárum,hundarnir ætluðu sér að hremma hana,en krakkarnir kölluðu svo höstugt til þeirra að Rjúpuna sakaði víst ekki.    Var nú haldið austur Kerlingarhraunið að Skógakerlingu um hana kvað Sverrir afi Óskars prests á Siglufirði:   ,,Þegar smalar seggur sá,svo mun fljóðin gruna,að skjómarjóður skjótist á ,Skógarkerlinguna”Sverrir bjó í Skálmarbæjarhraunum upp úr aldamótunum 1900 og var kvikfjársmali.   Við Skógarkerlinguna fóru krakkarnir í feluleik í hraunhólunum sem allir eru með skógarlaufi   Frá kerlingunni var haldið fram að hraunabæ en á leiðinni skoðaðar fjárhústættur er Bjarni Sverrisson byggði sér stuttu eftir aldamótin 1900,þar teknar nokkrar skógarhríslur til minnis um ferðina.    Voru svo skoðaðar bæjartætturnar í hraununum og fjárhúsin þar er voru með marga smáfugla er virtust vera þar að taka sér náttstað og svo nú haldið af stað í síðasta áfangann, fram sandana á harða spretti með Þorstein á Stjarna í fararbroddi og nú var Garðar orðin svo mikill reiðmaður á Glám að honum þótti best að fara sem hraðast .Þorsteinn á undan fram yfir Skálm er var rúmlega í kvið á hestunum,en ,,kallinn”og Garðar síðastir og þegar hundarnir syntu kallar Garðar hundarnir allir á sundi.       Komið var við í Skálmarbæ en ekki farið af baki. Konan kom til dyra var ein heima. Kallinn út í Holti en synirnir allir 3 út í Vík. Og nú var farin lausamanns reið frá Skálmarbæ að Herjólfsstöðum og  heim var komið kl.8 ½  Þórarinn og Þorsteinn tóku Stjarna og Glám og ráku hestana vestur fyrir garð,riðu fram að Hraunbæ og sóttu beljurnar og nú kl.10- komnir kátir upp í rúm og allir ferðalangarnir ánægðir og sagan búin. Þessa ferðasögu hefur pabbi minn Jóhannes skrifað á blöð, sem nú eru orðin mjög gulnuð,  vona að mér hafi tekist að skrifa það sem réttast upp.                                                       Í maí ár 2007 Gissur Jóhannesson  kt. 131228-3689.  

Alþingi

17/11 2010.   Ég opnaði sjónvarpið núna rétt fyrir hádegið,það var verið að sjónvarpa frá Alþingi. Það sást varla nokkur alþingismaður í salnum í langan tíma nema forseti Alþingis Siv Friðleifsdóttir. Þetta varð til þess að í hausnum á mér röðuðust saman orð á eftirfarandi hátt.                                               Ætli í gangi sé einhver pest                                               ætli það sé ?                                               Á alþingi næstum enginn sést                                               sem eiga þar að sitja.

Horft á Alþingi í sjónvarpi.

17/11 2010.   Ég opnaði sjónvarpið núna rétt fyrir hádegið,það var verið að sjónvarpa frá Alþingi. Það sást varla nokkur alþingismaður í salnum í langan tíma nema forseti Alþingis Siv Friðleifsdóttir. Þetta varð til þess að í hausnum á mér röðuðust saman orð á eftirfarandi hátt.                                               Ætli í gangi sé einhver pest                                               ætli það sé ?                                               Á alþingi næstum enginn sést                                               sem eiga þar að sitja.                                                                                         

Glitrar dögg

Glitrar dögg í grónum dal,

 gyllir sólin vangan.

Fögur blóm í fjallasal,

fylla loftið angan.

 

 


STJÓRNLAGAÞING

              Stjórnlagaþing. ,,Svo fór það með sjóferð þá” Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosninguna. Þegar ég ætlaði að nota kosningarétt minn og kjósa til stjórnlagaþings, þá gafst ég upp og kaus því ekki.         Mér fannst þetta kosningafyrirkomulag vera einskonar happdrætti þar sem maður þekkti varla nokkurn mann og því síður fyrir hvað þeir stæðu. Ég hefði eins getað kosið eftir Símaskránni Eitt held ég að læra megi þó af þessum kosningum. Það að útilokað er að gera landið allt að einu kjördæmi og hafa þar svo kallað persónukjör.  Ég tel stjórnarskrána að mestu í lagi eins og hún er,þó sjálfsagt megi gera á henni einhverjar breytingar. Þau fjárhagslegu vandræði sem þjóðin á við að stríða núna er ekki vegna rangnar stjórnarskrár heldur vegna þess að ekki var farið eftir henni viljandi eða óviljandi.                   Það er ótrúlegt heyra og sjá hvað menn gátu komist langt í frjálshyggjufábjánahættinum(eins og ég hef leift mér að kalla það)  Sumir og þá sérstakalega fólk úr þéttbýlinu vestur við Faxaflóa talar mikið um misvægi   atkvæða á milli landshluta.   Ég held að ef í engu væri meira misvægi milli manna en þessi atkvæðaréttur,þá þurfi menn ekki að kvarta.  Hinsvegar sé ég ekkert athugavert við að jafna atkvæðisréttinn. Vilji Alþingi halda sem mestu af landinu í byggð þá vil ég trúa því og vona að í flestum málum séu alþingismenn sammála um hag allra landsmanna án tillits til þess úr hvaða kjördæmi þeir eru kosnir.     Því er þó ekki að leyna, sérstaklega eftir að kjördæminn voru stækkuð þá hefur misrétti milli landshluta innan kjördæmanna vaxið sem miðast þá oftast við það hvað landshlutinn er langt frá þéttbýli t.d. meðan vesturhluti Suðurlandskjördæmis hefur vaxið mjög að mannfjölda og margskonar umsvifum þá hefur austurhluti þess þ.e. Vestur Skaftafellssýsla goldið samdráttar vegna landfræðilegrar legu sinnar og ef til vill að einhverju leiti vegna lákúrulegrar umræðu þjóðarinnar um landbúnaðinn helsta atvinnuveginn sem hér er stundaður. Árið 1990 þegar þeir fimm hreppar sem mynda Skaftárhrepp voru sameinaðir voru íbúarnir hans 613 um síðustu áramót 2010 þ.e. 20 árum síðar hafði íbúunum fækkað niður í  um 450. Um 1970 þegar þessir fimm hreppar byggðu saman Grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri voru um 120 nemendur í skólanum í vetur 2010-2011 eru nemendurnir á sama aldri um 40.Ekki treysti ég mér að segja til um hver meðal aldur bænda er hér í sveit. Ekki kæmi mér það á óvart þó þeim ætti eftir að fækka mjög á næstu árum vegna aldurs verði ekki breyting þar á.Þegar við þessir gömlu hverfum af sjónarsviðinu og ekki koma ungir bændur í staðinn þá er  hætt við að fólkinu fækki vegna ýmiskonar félagslegra vandamála. Sumir hafa bent á að auka megi atvinnu hér með því að byggja upp meiri ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta getur verið ágæt með öðrum atvinnugreinum en ein sér held ég að hún geti ekki skapað það mörg heilsárs störf sem þarf svo hægt sé að veita fólkinu sem hér býr alt árið þá þjónustu sem það á rétt á.  Hræddur er ég um að ef troða á Íslandi inn í Evrópusambandið þá verði landið eins og hver annar útkjálkahreppur sem gleymist í fjöldanum eins og hér gerist í  of stórum kjördæmum. Á kjörskrá við síðustu alþingis kosningar voru á landinu öllu 227.862/ kjósendur sem kusu 63 alþingismenn þ.e.3.616.8/ atkvæði á mann. Í stóru kjördæmunum þremur vestur við Faxaflóa voru 145.716/ kjósendur. Í hinum kjördæmunum þremur voru 82.146/ kjósendur. Ef þessum 63 alþingismönnum væri skipt eftir atkvæðafjölda annarsvegar milli þéttbýlis kjördæmanna þriggja við Faxaflóa þá fengu þau 40 alþingismenn og hinsvegar milli  hinna kjördæmanna þriggja  fengu þau samanlagt 23 alþingismenn Um atkvæðaskipti milli Faxaflóakjördæmanna vil ég ekkert segja. Hinsvegar vil ég skipta þessum 23 alþingismönnum hinna kjördæmanna þriggja,niður í sex - níu kjördæmi vegna nær þjónustu alþingismanna við kjósendur. Ég byrjaði að skrifa þetta strax eftir stjórnlagaþingskosningarnar,kláraði það ekki þá en hér kemur það loksins aðeins aukið og endurbætt.       Gissur Jóhannesson 131228-3689.                                                                  

Nálin.

                                                      Nálin.  Fyrir um sjötíu árum kom það fyrir hér á Herjólfsstöðum sem ég ætla að setja hér á blað. Þá hef ég verið um 11 ára gamall. Hér heima voru þá meðal annara tveir bræður mínir báðir eldri en ég þeir Einar og Loftur. Það var morgun í byrjun Desember það hafði snjóað lítilsháttar um nóttina og jörð því alhvít um morguninn. Ekki var þá  búið að taka fé á hús,Einar fór strax um morguninn að gá að fénu og var svo heppinn að finna kind sem hafði farið niður um þunnan ís. Kindin var lifandi þó hún væri ofan í vatni en orðin mjög köld og stóð því ekki Einar bar hana heim og setti inn á fóðurgang í fjósinu. Loftur var hér heima að gera við Hnakk eða Aktýgi. Hann þurfti að handsauma saman leður með tveimur nálum ca. 3.sm.löng hvor nál. Þær voru þræddar á sitt hvorn enda á ca.10 sm. löngu garni sem notað var. Þegar Einar kom heim með kindina fór Loftur út til hans, þá nýbúinn að þræða garnið í báðar nálarnar. Þegar búið var að ganga frá kindinni í fóðurganginum beint framan við stallinn hjá árs gamalli kvígu sem hét Doppa fór Loftur inn og ætlaði að halda áfram við það sem hann var að gera en þá finnast nálarnar ekki hverning sem leitað var.  Þar sem þær fundust ekki inni var talið líklegt að hann hefði í ógáti farið með þær út í fjós þar var vandlega leitað en þær fundust ekki þar.        Við því var ekkert að gera nálarnar fundust ekki.  Það liðu dagar,vikur,mánuðir og ár.    Kvígan Doppa sem áður er sagt frá átti kálfa og var mjólkuð við góða heilsu í mörg ár. Um 10 árum eftir að framangreindur atburður átti sér stað (muni ég rétt) var ákveðið að lóga Doppu. Á þeim árum var stórgripum bæði nautgripum og hrossum yfirleitt slátrað heima. Valin var þurr og hreinn staður á túninu til þess að vinna við það. Þegar Doppu var slátra var Einar farinn að búa upp í Borgarfyrði Loftur var heima og ég orðinn um 20 ára,það voru því við Loftur sem unnum við slátrunina. Þegar búið var að flá skinnið af, tókum við innan úr þar sem skrokkurinn lá á skinninu. Fyrst allt sem var fyrir aftan þindina,sem ég fór að aðskilja. Loftur tók það sem eftir var taka fyrir framan þindina þ.e. lungu og hjarta. Þar sem ég var  að bjástra við inniflin heyri ég að Loftur segir allt í einu ,,Þarna er hún” ,,Hver” segi ég.     Hann segir mér að koma og sjá. Þá sjáum við að önnur nálin sem hann tapaði 10 árum fyrr stendur föst í himnunni innan á einu rifinu í brjóstholinu á skrokknum. Nálin var kolsvört á litinn en að öðru leiti óriðguð. Hún stóð svona að einum þriðja hluta inn við himnunna en að tveimur þriðju lá hún utan á himnuna á rifinu og særði ekkert orðið þá að sjá.           Oft hefég velt því fyrir mér hverning þetta var. Greinilegt er að Loftur hefur verið með nálarnar í hendinni. Þegar hann fer að fást við kindina þá hefur hann lagt þær frá sér og kvígan náð í að sleikja þær ofan í sig. Nálin sem fannst hefur farið niður um vélindað og svo út að síðunni þar sem hún var. En hvað varð um hina nálina hverning fór hún niður,fóru þær báðar niður um vélindað,þær voru bundnar saman á garnspottanum. Hverning það var verður aldrei skýrt enda skiptir það ekki nokkru máli héðan af. Það sást aldrei að þetta bagaði Doppu neitt. Til er mynd af kúnum sem  til voru hér þegar Doppa var svona á miðjum aldri. Barnabarn mitt sem hefur mjög gaman af öllum fénaði var að skoða þessa mynd þar sem hún hangir hér upp á vegg þá rifjaðist þetta upp fyrir mér. Þessvegna er þetta nú komið hér á blað.                                                                     Gissur Jóhannesson

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gissur Þórður Jóhannesson

Höfundur

Gissur Þórður Jóhannesson
Gissur Þórður Jóhannesson
Ég er bara gamall karl sem hefur gaman af að fylgjast með og skifta mér af ýmsum málum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Lára, Gissur og Lilla, 14. febr. 2006 002
  • Hólmsárfoss
  • Hólmsárfoss 3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 16621

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband