HERJÓLFSSTÖÐUM 6. mars 2007

                                                                                     Herjólfsstöðum 6.mars 2007. Til Sveitarstjórnar Skaftárhrepps.              Kirkjubæjarklaustri.  Byggðaþróun sú sem verið hefur í Skaftárhreppi og raunar í V. Skaftafellssýslu allri  nú undanfarið hefur mér fundist benda til þess að innan ekki mjög langs tíma geti svo farið að fólki hér fækki svo að byggð geti lagst af vegna fólksfæðar. Í tilefni af þessari þróun byggðamála leifi ég mér að senda sveitarstjórn Skaftárhrepps þetta bréf og hvetja hana til að vinna allt sem hægt er,svo snúa megi þeirri óheillaþróun í byggðamálum við sem hér hefur verið á undanförnum árum.Á síðastliðnu ári var sagt frá að búið væri að ganga frá vaxtasamningi fyrir Suðurland og þar skyldi sérstaklega tekið tillit til Vestmannaeyja og Vestur Skaftafellssýslu. Þegar skipað var í stjórn þá sem sjá átti um verkefnið,þá var þar aðeins einn Skaftfellingur og þrír Vestmannaeyingar ef ég man það rétt,að öðru leiti voru allir stjórnarmenn þar með  heimilisfang fyrir vestan Þjórsá.             Og hverning skyldi svo málið standa í dag. Á fundi í Vík fyrir skömmu heyrði ég Elínu Einarsdóttir fulltrúa Skaftfellinga í stjórn samningsins segja að svo geti farið að fjármagn samningsins lendi að mestu á Selfoss.Sé það svo þarf sveitarstjórn að athuga það.             Þessir peningar voru að hluta til eyrnamerktir Skaftafellssýslu. Ég vona að sveitarstjórnin taki það ekki illa upp við mig þó ég gamall maður sé að skifta mér af hlutunum. Ég er bara svona gerður að vilja altaf að vera að skifta mér af.Vona að svo verði eitthvað áfram en um stund. Á svæðinu frá Markafljóti í vestri að Hornafjarðarfljóti í austri verður ekki um heilsárs- búsetu að ræða vegna hafnleysis strandarinnar,nema að hún byggist að stæðstum hluta á landbúnaði. Öll önnur atvinna svo sem opinber þjónusta ferðaþjónusta og margt fleira sem staðsett yrði í hreppnum mun að sjálfsögðu verða sveitarfélaginu mjög mikils virði.Til að styrkja byggð þarf sveitarstjórn og bara hreppsbúar allir að hugsa um hvað hægt sé að gera svo fólk vilji og geti haft sína búsetu hér. Þrjú atriði vil ég nefna sem myndu styrkja byggð ef vilji og möguleiki væri til þess. 1.)Veita ungum bændum vaxtalaus lán eða styrk við upphaf  búskapar,sem þeir þyrftu svo aldrei að endurgreið ef þeir byggju einhvern x ára búskap á svæðinu.2.)Þar sem búið er að afnema útflutningsskylduna á sauðfé,þá að opna sláturhúsið á Klaustri og slátra þar svo ekki þurfi að flytja sauðfé af hreinum svæði yfir á svæði þar sem sauðfjárriða er.3.)Þar sem grunnskóla nemendum hefur fækkað á Klaustri opna þá þar fyrir einhverskonar fjarnámskennslu eða framhald- nám fyrir eitthvað x marga bekki.     Þetta eru bara hugmyndir mínar inn í umræðuna.   Því að sjálfsögðu er þetta mál sveitarstjórnarinnar. Á gamlársdag ár 2005 skrifaði ég þingmönnum Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi bréf sem hafði inni að halda ásamt mörgu öðru eftirfarandi:             Nú virðist það vilji stjórnmálamanna þar með talið Framsóknarflokksins að byggja upp einstaka gælustaði í landinu,en vilja svo lítið um aðra staði vita. Í Suðurkjördæmi er þessi gælustaðir Selfoss Þaðan er ef miðað er við hringveginn um 35 km. til vesturs að næsta kjördæmi. Að næsta kjördæmi í austri eru þetta hinsvegar um 450 km. um það landsvæði finnst mér þingmenn Suðurkjördæmis sem minnst vilja vita. Stundum heyrir maður þá þó tala um Vestmannaeyjar í fjölmiðlum,þó oftast fari þeir lítið austur fyrir Þjórsá.Mér sem Skaftfellingi skiptir það engu þó Landbúnaðarstofnun hafi verið sett á guð og gaddinn á Selfoss(húsleysis)eða bara verið í Reykjavík. Hitt var verra að Sláturfélagið með aðstoð alþingis skuli í haust hafa flutt atvinnu sauðfjárbænda og annara sem eru alvanir slátrar frá Klaustri á þennan gælustað. Og sækja svo slátrara til Ástralíu til að vinna þar og óvaninga til Svíþjóðar sem byrja þurfti á að kenna slátrun. Var ekki nó að fara með Kaupfélagið á Selfoss fyrir nokkrum árum,sem síðar varð Kaupás í Reykjavík sem selur allar vörur í verslunum sínum mikið dýrari á öllu Suðurlandi,allt austur að Klaustri en þær eru seldar á Selfossi. Mér finnst það! Og það ríflega svo!Þessu bréfi lauk ég svo: Fyrir um 220 árum hröktust Skaftfellingar úr sinni heimabyggðvegna náttúruhamfara Móðuharðindanna. Nú í árslok 2005 í öllu góðærinu sem sagt er að sé,þá fækkar okkur en. Það er hvorki Lakagígum eða Kötlu að kenna. Mér finnst að stjórnmálamenn þurfi og eigi,ávalt að muna eftir jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar hvar og hvenær sem er. Í grein sem ég sendi í Bændablaðið í haust,en hefur ekki en verið birt þar, segi ég svo:Hafa menn hugsað það hvaða menningarverðmætum er verið að kasta frá sér ef rústa á landbúnaðinum. Í gömlu spakmæli segir,,Það er ekkert landslag ef það heitir ekki neitt”Hver á að þekkja örnefni á því landi þar sem allir hafa verið hraktir í burtu frá?     Hvað um allan þann fróðleik sem geymst hefur mann fram af manni um þann lands- hluta sem í eiði fer,ef engin verður til að halda því við. Vill fólkið í landinu glata því?Þó sjálfsagt sé að gagnrýna sanngjarnlega íslenska landbúnaðarkerfið,þá held ég að stærsti hluti þjóðarinnar,vilji halda öllu landinu í byggð og að þar sé rekinn öflugur landbúnaður. En til þess að svo verði þarf að vera ákveðin lámarks íbúafjöldi í hverju byggðalagi svo það fólk fái notið svipaðrar þjónustu og aðrir landsmenn hafa. Það á að vera réttur allra.Ath.  Þar sem ég tala um vaxtalaust lán eða styrk,þá á ég við opinberan ríkisstuðning.t.d. vaxtasamning.  Hafið þið athugað það,að af þessum tæplega fimmhundruð manna samfélagi hér. eru um 30 konur giftar eða í sambúð á barneignaaldri.  Jafnvel engin af þeim undir þrítugt,einn þriðji milli 30 og 40 ára og tveir þriðju milli 40 og 50 ára.                                                                                                                                                                                                                                                      Með kveðju                                                            Gissur Jóhannesson Herjólfsstöðum.                                                                

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gissur Þórður Jóhannesson

Höfundur

Gissur Þórður Jóhannesson
Gissur Þórður Jóhannesson
Ég er bara gamall karl sem hefur gaman af að fylgjast með og skifta mér af ýmsum málum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Lára, Gissur og Lilla, 14. febr. 2006 002
  • Hólmsárfoss
  • Hólmsárfoss 3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 16675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband