26.11.2010 | 13:04
Alþingi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 11:48
Aðeins meira um Mýrdalsjökul og nágreni hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2010 | 21:41
Hvers eigum við að gjalda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2010 | 21:04
Ég er að prófa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2010 | 22:26
Í hvaða Kötlugosi varð Höfðabrekkujökull til ?
Í Kötlugosinu 1918 hélt Gísli Sveinsson sýslumaður okkar Skaftfellinga dagbók um gosið. Hann skráði sjálfur niður atburðarásina fyrir vestan Mýrdalssand. Dagbók þessa gaf hann svo út í bókarformi og kallaði hana. Skýrslu um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Þann 13.október þ.e annan dag gosins skrifar Gísli svo: Gengu 2 menn héðan austur á Höfðabrekkufjall var annar þeirra Jóhannes bóndi á Söndum sem áður er getið.að hér stöðvaðist fyrir utan flóðið. Sáu þeir lítt austur á,sögðu vatn talsvert fjarað vestan til á Sandinum en jakaklungur og öldur frá jökli til sjávar. Óglöggt sýni til fjalla.(Athugas.Jóhannes þessi var faðir minn G.J.)
En fremur sama dag segir Gísli: Víkurkauptún talið nú að mestu úr hættu,ef ekki kæmi nýtt hlaup með breyttri stefnu. það sem hlífði að hlaupið féll ekki út á við ,með hömrum og að Vík var hin mikla urðaralda vestan Múlakvíslar er myndast hefur áður fyrr í Kötluhlaupum(fram af Höfðabrekku-nafnið: Höfðabrekkujökull,þótt sandur sé nú.) Braut þó virki þetta mjög niður og verður verra til varnar síðar Þessi dagbókar færsla segir okkur nú lifandi mönnum að Höfðabrekkujökull sá sem flugvöllurinn er nú á var orðin til fyrir Kötlugosið 1918.
Um Kötlugos sem komið hafa allt frá 1625 eru til ýmsar heimildir sem sjá má hverning gosin og afleiðingar þeirra hafa verið. Best finnst mér gosunum lýst í ritinu Safn til sögu Íslands. Þær heimildir sem þar er að finna sýna greinilega að Höfðabrekkujökull hefur orðið til í Kötlugosinu 1721. Þvílík ósköp sem þar hafa gengið á,er erfitt fyrir þá sem þekkja til staðhátta að átta sig á. Allt það umfang af ís og jarðvegi sem það hlaup bar með sér til sjávar og skildi hluta af því eftir á landinu austan fyrir Kaplagarða og vestur fyrit Flúðanef er með ólíkindum. Vera má miðað við heimildir að Höfðabrekkujökull hafi stækkað eitthvað í Kötlugosinu 1755 ? Kötlugosið 1660 eiðilagði bæinn á Höfðabrekku sem þá stóð niður á sléttunni undir brekkunni. Hann var því fluttur upp á fjallið eftir það gos og þar stóð hann uppi í gosinu 1721. Svo var hæðin mikil á framburðinum sem hlaupið 1721 skildi eftir sig að ekki sást til Hjörleifshöfða frá Höfðabrekku þó bærinn stæði þá upp á fjallinu.
Í gosinu 1721 eiðilagði hlaupið bæinn í Hjörleifshöfða sem stóð vestan við höfðann en fólkið bjargaðist upp í höfðann áður en hlaupið kom. Athyglisvert er hvað hlaupið hefur verið mikið fyrir vestan Hjörleifshöfða því fólkinu þar, var komið til hjálpar austan úr Álftaveri eftir að fólkið í höfðanum hafði á einhvern hátt getað gert vart við sig þangað austur um að þar væri líf. Úr Álftaveri eru um 20 km. vestur í Hjörleifshöfða en um 5 km.úr höfðanum að Höfðabrekku. Forvitnilegt er að bera saman gamlar heimildir um stærð Mýrdalsjökuls og allt það ísmagn sem í honum var þá og bera það saman við stærð hans og útlit núna sem maður þekkir svo vel. Skrifa kannski um það seinna. Kannski ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2010 | 16:16
Hvað er rétt gengi gjaldmiðla?
Hvað er rétt gengi gjaldmiðla,hvort sem það er króna ,evra eða einhver annar gjaldmiðill. Getur sama gengi gjaldsmiðils gilt innan sama ríkjasambandsins suður við Miðjarðarhaf og norður við Norðuríshaf? Sjálfsagt getur sami gjaldmiðill gilt við bankastarfsemi,verslun og ýmsa þjónustu þar. En getur hann gilt á sama hátt ,þar sem loftslag og landshættir eru með misjöfnum hætti og þar af leiðandi allt mannlíf sem lífsafkoma manna byggjast á ? Ég efa það?
Hér á landi eru það fyrst og fremst fjórar atvinnugreinar sem lífsafkoma þjóðarinnar að stórum hluta byggjist á.Þ.e.Sjávarútvegur,Landbúnaður,Ferðaþjónusta og Orkuframleiðsla. Þessar atvinnugreinar sem m.a.vegna hnattrænnar stöðu landsins verða ekki reknar nema hér þá geta þær ekki þrifist án þess að njóta til þess margskonar þjónustugreina allt frá hæstu stjórnunarstörfum til þeirra nauðsynulegu starfa sem er að hirða upp ruslið sem allir skilja eftir. Þó þessar atvinnugreinar séu undirstaða þess atvinnulífs sem hér er,þá getur verið um margskonar aðra vinnu að ræða sem hægt er að starfa við.Má þar nefna til ýmiskonar iðnað t.d. húsgagnaiðnað,sauma og prjónastofur,kvikmyndaiðnað og fleirra sem spara mætti gjaldeyrir með og svo aukna fullvinnslu og framleiðslu innlendra afurða. Að sjálfsögðu mætti með núverandi og auknu mentunarstigi þjóðarinnar stunda margskonar hátækni iðnað og svo margt og margt fleirra.
Aðal atriðið er að gjaldeyris og vaxtamálum þjóðarinnar sé þannig stjórnað(þessvegna með handafli)að innlent vinnuafl sé samkeppnisfært við vinnuafl þeirra þjóða sem við skiptum við.
Frelsi það fallega orð og sú merking sem það hefur má aldrei skerða. En frelsi án stjórnunnar er ekki til því miður,því alltaf verða einhverjir til sem misnota frelsið til eiginhagsmuna fyrir sig. Það ættum við Íslendingar að hafa lært af stjórnleysi frjálshyggunnar undanfarinn ár. Hræddur er ég um að margir Íslendingar eigi erfitt með að átta sig á því að sá gerfi hagvöxtur sem þjóðin lifði við á undanförnum árum sé ekki lengur til. Þjóðin öll verður að átta sig á því að tími ofurlaunanna er liðinn. Að ætla að lifa hömlulaust á peningaslætti í útlöndum getur ekki gengið til lengdar,eins og dæmin sanna. Það kemur altaf að skuldadögum. Því verðum við að lifa á því sem landið og hnattstaða þess gefur okkur tilefni til.
Gissur Jóhannesson Herjólfsstöðum.
9.3.2010 | 17:26
Ólafur til Indlands fór.
Ólafur til Indlands fót
Ólafur lögum sneri.
Össur taldi sig orðinn stór
því enginn töskuberi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2010 | 18:58
Á fullri ferð.
Bloggar | Breytt 3.1.2010 kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 08:45
Rikisstjórnar ræfillin.
Ríkisstjórnar ræfillin
rembist við að sitja.
Augljóst er að auminginn
er á milli vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 08:54
Jóhanna af o.s.framv.
Jóhanna af fýlu full,
farinn er hennar tímu.
Samfylkingar sullum bull,
situr á Skalla grími.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gissur Þórður Jóhannesson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 17085
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar