Nálin.

                                                      Nálin.  Fyrir um sjötíu árum kom það fyrir hér á Herjólfsstöðum sem ég ætla að setja hér á blað. Þá hef ég verið um 11 ára gamall. Hér heima voru þá meðal annara tveir bræður mínir báðir eldri en ég þeir Einar og Loftur. Það var morgun í byrjun Desember það hafði snjóað lítilsháttar um nóttina og jörð því alhvít um morguninn. Ekki var þá  búið að taka fé á hús,Einar fór strax um morguninn að gá að fénu og var svo heppinn að finna kind sem hafði farið niður um þunnan ís. Kindin var lifandi þó hún væri ofan í vatni en orðin mjög köld og stóð því ekki Einar bar hana heim og setti inn á fóðurgang í fjósinu. Loftur var hér heima að gera við Hnakk eða Aktýgi. Hann þurfti að handsauma saman leður með tveimur nálum ca. 3.sm.löng hvor nál. Þær voru þræddar á sitt hvorn enda á ca.10 sm. löngu garni sem notað var. Þegar Einar kom heim með kindina fór Loftur út til hans, þá nýbúinn að þræða garnið í báðar nálarnar. Þegar búið var að ganga frá kindinni í fóðurganginum beint framan við stallinn hjá árs gamalli kvígu sem hét Doppa fór Loftur inn og ætlaði að halda áfram við það sem hann var að gera en þá finnast nálarnar ekki hverning sem leitað var.  Þar sem þær fundust ekki inni var talið líklegt að hann hefði í ógáti farið með þær út í fjós þar var vandlega leitað en þær fundust ekki þar.        Við því var ekkert að gera nálarnar fundust ekki.  Það liðu dagar,vikur,mánuðir og ár.    Kvígan Doppa sem áður er sagt frá átti kálfa og var mjólkuð við góða heilsu í mörg ár. Um 10 árum eftir að framangreindur atburður átti sér stað (muni ég rétt) var ákveðið að lóga Doppu. Á þeim árum var stórgripum bæði nautgripum og hrossum yfirleitt slátrað heima. Valin var þurr og hreinn staður á túninu til þess að vinna við það. Þegar Doppu var slátra var Einar farinn að búa upp í Borgarfyrði Loftur var heima og ég orðinn um 20 ára,það voru því við Loftur sem unnum við slátrunina. Þegar búið var að flá skinnið af, tókum við innan úr þar sem skrokkurinn lá á skinninu. Fyrst allt sem var fyrir aftan þindina,sem ég fór að aðskilja. Loftur tók það sem eftir var taka fyrir framan þindina þ.e. lungu og hjarta. Þar sem ég var  að bjástra við inniflin heyri ég að Loftur segir allt í einu ,,Þarna er hún” ,,Hver” segi ég.     Hann segir mér að koma og sjá. Þá sjáum við að önnur nálin sem hann tapaði 10 árum fyrr stendur föst í himnunni innan á einu rifinu í brjóstholinu á skrokknum. Nálin var kolsvört á litinn en að öðru leiti óriðguð. Hún stóð svona að einum þriðja hluta inn við himnunna en að tveimur þriðju lá hún utan á himnuna á rifinu og særði ekkert orðið þá að sjá.           Oft hefég velt því fyrir mér hverning þetta var. Greinilegt er að Loftur hefur verið með nálarnar í hendinni. Þegar hann fer að fást við kindina þá hefur hann lagt þær frá sér og kvígan náð í að sleikja þær ofan í sig. Nálin sem fannst hefur farið niður um vélindað og svo út að síðunni þar sem hún var. En hvað varð um hina nálina hverning fór hún niður,fóru þær báðar niður um vélindað,þær voru bundnar saman á garnspottanum. Hverning það var verður aldrei skýrt enda skiptir það ekki nokkru máli héðan af. Það sást aldrei að þetta bagaði Doppu neitt. Til er mynd af kúnum sem  til voru hér þegar Doppa var svona á miðjum aldri. Barnabarn mitt sem hefur mjög gaman af öllum fénaði var að skoða þessa mynd þar sem hún hangir hér upp á vegg þá rifjaðist þetta upp fyrir mér. Þessvegna er þetta nú komið hér á blað.                                                                     Gissur Jóhannesson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gissur Þórður Jóhannesson

Höfundur

Gissur Þórður Jóhannesson
Gissur Þórður Jóhannesson
Ég er bara gamall karl sem hefur gaman af að fylgjast með og skifta mér af ýmsum málum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Lára, Gissur og Lilla, 14. febr. 2006 002
  • Hólmsárfoss
  • Hólmsárfoss 3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband