Færsluflokkur: Bloggar

Alþingi.

17/11 2010.   Ég opnaði sjónvarpið núna rétt fyrir hádegið,það var verið að sjónvarpa frá Alþingi. Það sást varla nokkur alþingismaður í salnum í langan tíma nema forseti Alþingis Siv Friðleifsdóttir. Þetta varð til þess að í hausnum á mér röðuðust saman orð á eftirfarandi hátt.                                                                                                                       Ætli í gangi  einhver   einhver                                                                        ætli það sé ?                                                                                                                                  Á alþingi næstum enginn sést                                               sem eiga þar að sitja.

Aðeins meira um Mýrdalsjökul og nágreni hans.

                                Samkvæmt heimildum um Kötlugosin 1660 og 1721 hefur Mýrdalsjökull verið mjög stór miðað við stærð hans núna. Talið er að í gosinu 1660 hafi gosvatn komið fram úr Klofgili.   Hafi svo verið þá hefur jökullinn sennilega náð fast að Hafursey að norðan. Um gosið 1721 segir:,,Mikil auðn varð í jökulinn,svo menn sjá nú skírlega í svarta hamra eða fjall ,þar sem gamlir menn segja,að jökli hafi verið þakið í yfir 100 ár.”Hvort þessi fjöll sem talið var að hafi verið undir jökli og framan greind heimild segir frá,er  svo kölluð Moldheiði sem sögð var í norðvestur frá Hafursey er ekki vitað En í Moldheiði er sagt að Þykkvabæjarklaustur (munkaklaustrið) ár 1168 til 1550 hafi átt nautabeit í.   Hinsvegar sjást núna mjög vel fjöll sem fara árlega stækkandi suðaustan í Mýrdalsjökli norður af Hafursey og ná þau samfellt vestan frá Höfðabrekkuafrétti austur að Kötlugjá.    Í dag heita þau fjöll Huldufjöll. Kannski draga þau nafn sitt af huldum fjöllum undir jökli,eins og heimildarnar segir okkur að þar hafi verið.?               Sumarið 2007 eða 2008 hreinsaðist jökulinn frá háum hömrum í þessum fjöllum. Þeir hamrar og fossinn sem kemur út úr ísfylltu gljúfri í miðjum hömrunum sést vel héðan að heiman frá Herjólfsstöðum í ca. 25 – 30 km. fjarðlægð og í kíki má sjá úðann frá fossinum.       Í fjöruferð um 1960 fundum við Herjólfstaðabændur greinilega manngerða gamla vörðu í Lambajökli. Ekkert vissum við þá í hvaða tilgangi hún hafði verið hlaðin. Nokkru seinna barst mér í hendur ljósrit úr ritinu Skírnir þar sem fjörumarki frá ár.1639 milli Herjólfsstaðafjöru og Kerlingadalsfjöru er svo lýst.,,Úr vörðu í Lambajökli sem beri í vestasta hornið á Sandfelli” Þar með var tilgangur vörðunnar skýrður. Markið sem nú er notað og ég þekki er.,, Saman beri Sandfellsrætur að austan og Eggin í Öldufelli.” Þegar maður er suður á fjöru og ber þessi mörk saman þá er maður á sama stað á fjörunni hvort viðmiðið sem notað er.   Maður spyr því hversvegna var markið frá 1639 ekki látið halda sér fyrst það er á sama stað á fjörunni.            Í  sömu grein í Skírni sem áður er vitnað í er skýringuna að finna,þar segir,, Sandfell sést en mestan part,þar vestur af Klakksfjöll þau nú huldin jökli” Því miður hef ég ekki ártalið um hvenær jökulinn náði að Sandfelli en greinilega er að það stækkun jökulsins sem hrekur menn  með markið austur fyrir Sandfell því vestasta hornið á því hefur verið komið undir jökull. Nú eru sennilega um 2-3 kílómetrar íslausir milli jökulsins og Sandfells,þar fyrir vestan eru svo Klakksfjöll sem jökullítil ná næstum upp undir topp á norður hnúk jökulsins.  Talið er að um landnám hafi landið verið viði vaxið milli fjalls og fjöru og landið allt  mikið betur gróið en það er í dag.  Nú tíma menn vilja telja það að eftir landið byggðist hafi búseta manna í landinu,eitt gróðri þess bæði með ofnýtingu skóganna og ofbeit búfénaðar á landið. Vel má vera að þar megi finna einhvern hluta skýringarinnar á gróðureyðingunni. Hinsvegar held ég að eldvirknin í landinu með sínum eldgosum og vatnshlaupum hafi sameiginlega mest valdið því sandfoki sem eitt hefur gróðri í landinu, ásamt kuldanum sem var þegar jöklarnir stækkuðu sem mest.  Nú sýnist mér ísinn í Mýrdalsjökul hafi minkað svo mikið að Kötlugos sem kæmi núna yrði mun minna vegna minni ís en flest gosin frá 1625 hafa verið. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér um 1940 hefur ísinn í Mýrdalsjökull verið að bráðna.             Sérstaklega hefur jökulinn bráðnað mikið og minkað í hlýindum síðustu 10 ára. Þá hefur allt land gróið hér mikið upp á sama tíma.  Nú má heita að Mýrdalssandur verði aldrei ófær yfirferðar vegna sandfoks. Það má þakka lúpínunni sem sáð var og eins sjálfgræðslunni.Þó ég hafi haft Mýrdalsjökul fyrir augunum alla daga og vitað að þar undir ísnum lúrir Katla  sem getur gosið fyrirvara lítið hvenær sem er,þá hefur það aldrei angrað mig þó ég viti margt um alla þá eiðileggingu sem hún veldur í gosum bæði eftir skráðum heimildum og frásögnum manna sem mundu  Kötlugosið 1918 vel.     

Hvers eigum við að gjalda.

Hvers eigum við að gjalda ? Það á að leifa hverjum og einum að lifa og starfa eins og hugur hans stendur til,en aðeins við sem jafnastar aðstæður.Þetta eru einu orðin sem ég hef altaf munað eftir úr ræðu sem Hermann heitinn Jónasson hélt á Sumarhátíð Framsóknarmanna í Vestur Skaftafellssýslu á Kirkjubæjarklaustri fyrir nærri 60 árum síðan.Ég skildi þessi orð hans svo að frelsi einstaklinganna væri best borgið með því að til væru  reglur sem tryggðu öllum jafnan rétt, án tillits til efnahags þeirra eða búsetu.Enginn mætti í krafti efnahags síns eða annara aðstæðna hefta frelsi annara.  Þess frábæri glímumaður sem lagði flesta keppinauta sína sem hann glímdi við, stóð alltaf jafnfætis öðrum í upphafi hverrar glímu. Hann átti aldrei neina sigra inni sem hlutafé frá fyrri glímum.Ég tel mig hafa lært það með árunum að einstaklings frelsi allra manna sé best borgið með samvinnu manna á milli,þar sem menn sameinast um að hjálpa hvor öðrum á jafn -réttisgrundvelli til að hjálpa sér sjálfir. En hvers vegna er ég að velta þessu fyrir sér núna? Rétt fyrir síðustu áramót var frá því sagt að Tímaritið Frjáls verslun hafi valið Jón Helga Guðmundsson hjá BYKÓ mann atvinnulífsins á Íslandi árið 2003.Það sem Jón Helgi gerði til að fá þennan titil var að hann fjárfesti í ýmsum fyrirtækjum á árinu, þar á meðal í matvöruverslunum Kaupás. En hverning varð Kaupás til ? Að hluta til úr verslunarrextri  og eignum fjögura kaupfélaga á Suðurlandi sem sameinuð voru Kaupfélagi Árnesinga.Kaupfélaga sem heimamenn voru búnir að byggja upp á hverjum stað, fyrir sig og sína   afkomendur og alla aðra sem þar vildu vera.Sameiginlegum eignum sem voru kjölfestan í því byggðarlagi þar sem þau voru.Þessar mikilvægu eignir Sunnlendinga seldu forráða -  menn Kaupfélags Árnesinga til ýmisra aðila nauðugir viljugir m.a. verslunarrextur sinn til Kaupás í Reykjavík. Um það er ekkert hægt  að segja  hvernig þessi verslunarrextur gengi  í dag væru kaupfélögin með hann.En eins og Kaupás rekur verslanirnar á Suðurlandi nú, er ekki ofsögum sagt að vöruverð í þeim er mjög misjafnt.          Í Verslunarsögu Vestur Skaftfellinga útgefin 1987 má sjá við hvaða erfiðleika Vestur Skaftfellingar áttu við að stríða þegar þeir þurftu að sækja verslun, ýmist austur á Djúpavog eða út á Eyrarbakka,og ferðast að þeirra tíma hætti á hestum eftir misjöfnum vegum og yfir óbrúaðar jökulár,Oft tók ferðin hjá þeim sem lengst áttu að fara allt að hálfan mánuð.         Þegar ég var að fletta tölvunni minni núna 5/11 2010 fann ég þessar hugrenningar mínar sem ég hef varla klárað en hafði fest á blað um miðjan apríl 2005.            Kannski hafa einhverjir gaman af því að lesa það sem gamlir karlar voru að velta fyrir sér á þeim tíma.                                                                 Gissur Jóhannesson.          

Ég er að prófa.

Ég er að prófa hvort ég geti afritað þennan texta.

Í hvaða Kötlugosi varð Höfðabrekkujökull til ?

Í Kötlugosinu 1918 hélt Gísli Sveinsson sýslumaður okkar Skaftfellinga dagbók um gosið.           Hann skráði sjálfur niður atburðarásina fyrir vestan Mýrdalssand. Dagbók þessa gaf hann svo út í bókarformi og kallaði hana.   Skýrslu um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Þann 13.október þ.e annan dag gosins skrifar Gísli svo: Gengu 2 menn héðan austur á Höfðabrekkufjall var annar þeirra Jóhannes bóndi á Söndum sem áður er getið.að hér stöðvaðist fyrir utan flóðið. Sáu þeir lítt austur á,sögðu vatn talsvert fjarað vestan til á Sandinum en jakaklungur og öldur frá jökli til sjávar. Óglöggt sýni til fjalla.(Athugas.Jóhannes þessi var faðir minn G.J.)

En fremur sama dag segir Gísli: Víkurkauptún talið nú að mestu úr hættu,ef ekki kæmi nýtt hlaup með breyttri stefnu. það sem hlífði að hlaupið féll ekki út á við ,með hömrum og að Vík var hin mikla urðaralda vestan Múlakvíslar er myndast hefur áður fyrr í Kötluhlaupum(fram af Höfðabrekku-nafnið: Höfðabrekkujökull,þótt sandur sé nú.) Braut þó virki þetta mjög niður og verður verra til varnar síðar Þessi dagbókar færsla segir okkur nú lifandi mönnum að Höfðabrekkujökull sá sem flugvöllurinn er nú á var orðin til fyrir Kötlugosið 1918.

Um Kötlugos sem komið hafa allt frá 1625 eru til ýmsar heimildir sem sjá má hverning gosin og afleiðingar þeirra hafa verið. Best finnst mér gosunum lýst í ritinu Safn til sögu Íslands. Þær heimildir sem þar er að finna sýna greinilega að Höfðabrekkujökull hefur orðið til í Kötlugosinu 1721. Þvílík ósköp sem þar hafa gengið á,er erfitt fyrir þá sem þekkja til staðhátta að átta sig á. Allt það umfang af ís og jarðvegi sem það hlaup bar með sér til sjávar og skildi hluta af því eftir á landinu austan fyrir Kaplagarða og vestur fyrit Flúðanef er með ólíkindum. Vera má miðað við heimildir að Höfðabrekkujökull hafi stækkað eitthvað í Kötlugosinu 1755 ?  Kötlugosið 1660 eiðilagði bæinn á Höfðabrekku sem þá stóð niður á sléttunni undir brekkunni. Hann var því fluttur upp á fjallið eftir það gos og þar stóð hann uppi í gosinu 1721. Svo var hæðin mikil á framburðinum sem hlaupið 1721 skildi eftir sig að ekki sást til Hjörleifshöfða frá Höfðabrekku þó bærinn stæði þá upp á fjallinu.

Í gosinu 1721 eiðilagði hlaupið bæinn í Hjörleifshöfða sem stóð vestan við höfðann en fólkið bjargaðist upp í höfðann áður en hlaupið kom. Athyglisvert er hvað hlaupið hefur verið mikið fyrir vestan Hjörleifshöfða því fólkinu þar, var komið til hjálpar austan úr Álftaveri eftir að fólkið í höfðanum hafði á einhvern hátt getað gert vart við sig þangað austur um að þar væri líf.                 Úr Álftaveri eru um 20 km. vestur í Hjörleifshöfða en um 5 km.úr höfðanum að Höfðabrekku.         Forvitnilegt er að bera saman gamlar heimildir um stærð Mýrdalsjökuls og allt það ísmagn sem í honum var þá og bera það saman við stærð hans og útlit núna sem maður þekkir svo vel.             Skrifa kannski um það seinna. Kannski ?

 


Ólafur til Indlands fór.

Ólafur til Indlands fót

Ólafur lögum sneri.

Össur taldi sig orðinn stór

því enginn töskuberi.


Á fullri ferð.

                                                       Á FULLRI FERÐ.                                               Hér er Guðni á fullri ferð                                              hann fast í heldur stýrið.                                              Ísólf Gylfa þú aftast sérð                                                og svo vinnudýrið. Þessa vísu fann ég á gömlum blöðum hjá mér.  Tilefni vísunnar var víst kort sem kjósendum í Suðurlandskjördæmi var sent með mynd af þrem efstu frambjóðendur Framsóknarflokksins í  kjördæminu. Kortið sagði og sýndi frambjóðendur ferðast um á fullri ferð á sama reiðhjólinu.          Á myndinni hélt Guðni um stýrið, Ísólfur Gylfi sat á bögglaberanum og Unnur Stefánsdóttir   dreif svo farartækið áfram.                                                                              Gissur Jóhannesson.

Rikisstjórnar ræfillin.

Ríkisstjórnar ræfillin

rembist við að sitja.

Augljóst er að auminginn

er á milli vita.


Jóhanna af o.s.framv.

       

      Jóhanna af fýlu full,

     farinn er hennar tímu.

   Samfylkingar sullum bull,

    situr á Skalla grími.


Andarnefja

Í útvarpi í dag var Leifur Hauksson að spá í hvort hægt væri að éta Andarnefju.  Í framhaldi af því langar mig að segja frá eftirfarandi: Jörðin Holt á Síðu á fjörustúf á Meðalandsfjörum. Þar sem langt var að hirða um fjöruna ofan frá Holti suður í Meðalandi þá bað bóndinn þar Markús Jónsson bónda á Bakkakoti í Meðalandi f.1844 að hirða um fjöruna fyrir sig.Í einni fjöruferðinni fann Markús rekin hval á Holtsfjöru (andarnefju).Það að finna rekin hval á fjörur á þessum tíma taldist til stórreka.Því var það að Markús fór strax næsta dag (ekki var síminn)upp að Holti til að lata vita um rekann,ferðin tók tvo daga svo Markús varð að gista í Holti.     Um morgunin sem hann fór  upp að Holti  borðaði hann kjöt sem hann skar af hvalnum daginn áður.     Um nóttina sem hann gisti í Holti  þá fékk hann svo í magan sem endaði á því að það fór allt í  rúmið hjá honum. (mér skilst að andarnefjur fari í gegnum menn með þessum hætti)  Þegar Markús fór að segja frá gistinóttinni sagðist honum svo frá: ,,Hefði þetta verið á almennilegum bæ þá hefði verið skömm að því,en þarna var það allt í lagi því þarna átti það heima.

                                           Gissur Jóhannesson               

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gissur Þórður Jóhannesson

Höfundur

Gissur Þórður Jóhannesson
Gissur Þórður Jóhannesson
Ég er bara gamall karl sem hefur gaman af að fylgjast með og skifta mér af ýmsum málum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Lára, Gissur og Lilla, 14. febr. 2006 002
  • Hólmsárfoss
  • Hólmsárfoss 3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband