STJÓRNLAGAÞING

              Stjórnlagaþing. ,,Svo fór það með sjóferð þá” Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosninguna. Þegar ég ætlaði að nota kosningarétt minn og kjósa til stjórnlagaþings, þá gafst ég upp og kaus því ekki.         Mér fannst þetta kosningafyrirkomulag vera einskonar happdrætti þar sem maður þekkti varla nokkurn mann og því síður fyrir hvað þeir stæðu. Ég hefði eins getað kosið eftir Símaskránni Eitt held ég að læra megi þó af þessum kosningum. Það að útilokað er að gera landið allt að einu kjördæmi og hafa þar svo kallað persónukjör.  Ég tel stjórnarskrána að mestu í lagi eins og hún er,þó sjálfsagt megi gera á henni einhverjar breytingar. Þau fjárhagslegu vandræði sem þjóðin á við að stríða núna er ekki vegna rangnar stjórnarskrár heldur vegna þess að ekki var farið eftir henni viljandi eða óviljandi.                   Það er ótrúlegt heyra og sjá hvað menn gátu komist langt í frjálshyggjufábjánahættinum(eins og ég hef leift mér að kalla það)  Sumir og þá sérstakalega fólk úr þéttbýlinu vestur við Faxaflóa talar mikið um misvægi   atkvæða á milli landshluta.   Ég held að ef í engu væri meira misvægi milli manna en þessi atkvæðaréttur,þá þurfi menn ekki að kvarta.  Hinsvegar sé ég ekkert athugavert við að jafna atkvæðisréttinn. Vilji Alþingi halda sem mestu af landinu í byggð þá vil ég trúa því og vona að í flestum málum séu alþingismenn sammála um hag allra landsmanna án tillits til þess úr hvaða kjördæmi þeir eru kosnir.     Því er þó ekki að leyna, sérstaklega eftir að kjördæminn voru stækkuð þá hefur misrétti milli landshluta innan kjördæmanna vaxið sem miðast þá oftast við það hvað landshlutinn er langt frá þéttbýli t.d. meðan vesturhluti Suðurlandskjördæmis hefur vaxið mjög að mannfjölda og margskonar umsvifum þá hefur austurhluti þess þ.e. Vestur Skaftafellssýsla goldið samdráttar vegna landfræðilegrar legu sinnar og ef til vill að einhverju leiti vegna lákúrulegrar umræðu þjóðarinnar um landbúnaðinn helsta atvinnuveginn sem hér er stundaður. Árið 1990 þegar þeir fimm hreppar sem mynda Skaftárhrepp voru sameinaðir voru íbúarnir hans 613 um síðustu áramót 2010 þ.e. 20 árum síðar hafði íbúunum fækkað niður í  um 450. Um 1970 þegar þessir fimm hreppar byggðu saman Grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri voru um 120 nemendur í skólanum í vetur 2010-2011 eru nemendurnir á sama aldri um 40.Ekki treysti ég mér að segja til um hver meðal aldur bænda er hér í sveit. Ekki kæmi mér það á óvart þó þeim ætti eftir að fækka mjög á næstu árum vegna aldurs verði ekki breyting þar á.Þegar við þessir gömlu hverfum af sjónarsviðinu og ekki koma ungir bændur í staðinn þá er  hætt við að fólkinu fækki vegna ýmiskonar félagslegra vandamála. Sumir hafa bent á að auka megi atvinnu hér með því að byggja upp meiri ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta getur verið ágæt með öðrum atvinnugreinum en ein sér held ég að hún geti ekki skapað það mörg heilsárs störf sem þarf svo hægt sé að veita fólkinu sem hér býr alt árið þá þjónustu sem það á rétt á.  Hræddur er ég um að ef troða á Íslandi inn í Evrópusambandið þá verði landið eins og hver annar útkjálkahreppur sem gleymist í fjöldanum eins og hér gerist í  of stórum kjördæmum. Á kjörskrá við síðustu alþingis kosningar voru á landinu öllu 227.862/ kjósendur sem kusu 63 alþingismenn þ.e.3.616.8/ atkvæði á mann. Í stóru kjördæmunum þremur vestur við Faxaflóa voru 145.716/ kjósendur. Í hinum kjördæmunum þremur voru 82.146/ kjósendur. Ef þessum 63 alþingismönnum væri skipt eftir atkvæðafjölda annarsvegar milli þéttbýlis kjördæmanna þriggja við Faxaflóa þá fengu þau 40 alþingismenn og hinsvegar milli  hinna kjördæmanna þriggja  fengu þau samanlagt 23 alþingismenn Um atkvæðaskipti milli Faxaflóakjördæmanna vil ég ekkert segja. Hinsvegar vil ég skipta þessum 23 alþingismönnum hinna kjördæmanna þriggja,niður í sex - níu kjördæmi vegna nær þjónustu alþingismanna við kjósendur. Ég byrjaði að skrifa þetta strax eftir stjórnlagaþingskosningarnar,kláraði það ekki þá en hér kemur það loksins aðeins aukið og endurbætt.       Gissur Jóhannesson 131228-3689.                                                                  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gissur Þórður Jóhannesson

Höfundur

Gissur Þórður Jóhannesson
Gissur Þórður Jóhannesson
Ég er bara gamall karl sem hefur gaman af að fylgjast með og skifta mér af ýmsum málum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Lára, Gissur og Lilla, 14. febr. 2006 002
  • Hólmsárfoss
  • Hólmsárfoss 3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 16951

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband