18.5.2008 | 17:46
Er hægt að h/fa lýðræðið.
Hvað er lýðræði? Ég hef skilið merkingu orðsins lýðræði svo,að það eigi að tryggja öllum þegnum þjóðfélagsins sem jafnastan rétt,hvar í stétt eða stöðu sem þeir standa. Það eigi að tryggja hverjum einstaklingi það frelsi til orðs og athafna sem hvert þjóðríki má og getur veitt þegnum sínum. Til að tryggja þetta frelsi og áhrif þegnanna á málefni þjóðfélagsins,kjósa þegnarnir sér ákveðin fjölda alþingismanna oft á fjögura ára fresti til að fara með í umboði sínu í svokölluðu fulltrúa lýðræði stjórn landsins. Alþingismenn sem í umboði fólksins og samkvæmt stjórnarskrá eiga að fara með stjórn sameiginlegra mála þjóðarinnar,setja henni ný lög og breita eldri lögum sem tryggja eiga réttmætan eignarétt manna og réttmætt frelsi allra þegna þjóðarinnar. Náist ekki samkomulag um málefnin,ræður meiri hluti atkvæða í kosningum og atkvæðagreiðslum milli einstaklinga og eins á milli kjörina fulltrúa sé öðruvísi ekki á kveðið.
Í umræðum á Alþingi um vatnalög kom það skýrt fram hjá einum alþingismanni Sjálfstæðis- flokksins sem þar talaði,að lýðræðislegar kosningar byggðust á því sem ég hef talið hér að framan. Það er að meiri hluti atkvæða einstaklinga ráði málum. Kanski var það þá eða kanski var það mikið fyrr sem ég fór að velta því fyrir mér hvort frjálshyggjan rúmaðist innan lýðræðisins. Rúmast verðbréfa og hlutafjáreignir manna í fyrirtækjum innan lýðræðisins,þar sem atkvæðavægi einstaklingana fer eftir því hvað eigna- hlutur hvers og eins er stór í félaginu eða fyrirtækinu? Er það lýðræði ef h/faðir fjársterkir einstaklingar geta ráðið vaxtastigi fjármagns,gengis- skráningu krónunar,verðlagi á vöru og þjónustu og fleira og fleira?
Getur það verið lýðræði ef h/fuð fyrirtæki í einkageiranum geta einhliða ákveðið kaup handa stjórnendum sínum. Kaup sem stjórnmálamenn ákveða síðar með lögum að miða skuli kaup alþingismanna og annara æðstu stjórnenda ríkisins við. Er það lýðræði? Því spyr ég aftur og enn: Er hægt að h/fa lýðræðið? Rúmast frjálshyggjan innan þess?
Gissur Jóhannesson. Þetta er búið að vera lengi í tölvuni minn. Ég kann lítið á tölvu. Er að prófa Gissur.
Um bloggið
Gissur Þórður Jóhannesson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Gissur !
Þakka þér; ágæta grein, og skorinyrta. Tek undir, með þér, í flestu.
Margir eru nú meiri klaufar á tölvu; en þú Gissur minn, og er ég þar sízt undanskilinn.
Með beztu kveðjum, í Skaftárþing; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:23
Sæll Gissur
Við mamma erum að lesa bloggið þitt, og erum fullar aðdáunar - meira síðar Stína frænka
kristín einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.