Hömluleysi.

Það eru einhverjir mánuðir síðan ég skrifaði eftirfarandi í tölvuna og þar hefur það verið síðan.

,,Svo læra börnin málið að það sé fyrir þeim haft"  Þetta gamla máltæki kemur oft upp í huga minn þegar sagt er frá því í fjölmiðlum að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af ýmsum skammarstrykum hjá misjafnlega fullorðnu fólki, oftast vegna áfengis eða annara fíkniefna.   Oft hafa fjölmiðlar sagt frá þessu eftir svokallaðar útihátíðir úti á landi,nú heyrist mér að svo sé komið að um flestar helgar í höfuðborg landsis sé þetta ekkert betra.   Því skilst mér að lögregla og borgaryfirvöld í Reykjavík séu að taka á þessu máli ef með því mætti draga eitt- hvað úr þessum ófögnuði,þar sem menn verða sjálfum sér og öðrum til skaða og skammar. Þegar svo er komið með skemtanahald þjóðarinnar að lögreglan þurfi oftar en ekki að hafa afskipti af fólki svo það skaði ekki sjálft sig eða aðra þá er það með ólíkindum að til séu menn jafnvel alþingismenn sem vilja selja áfengi í matvöruverslunum  ALLT Í NAFNI FRELSINS.  

Ég held að sá málflutningur frjálshyggjufársins sem gengið hefur yfir fólk á undanförnum árum sé nánast að æra þjóðina. Menn tala um frelsi á þessu og frelsi á hinu án þess að gera sér nokkra grein fyrir því hvað í því felst. Ég held að allir þurfi að gera sér grein fyrir því að frelsi án stjórnunar er ekki til, því miður.  Með stjórnlausu frelsi eru alltaf einhverjir til sem  nota sér það frelsi á kostnað annara. Auk þess er altaf til einstaklingar sem einhverja hluta vegna ráða ekki við sig þegar áfengi er annarsvegar. Svo langt hefur þessi frjálshyggjusöngur fáránsleikans gengið að ef setja á  reglur sem allir eiga að geta farið eftir,þá er hrópað forræðishyggja, forræðishyggja og jafnframt mynt á Rússland, kommúnista og einræði. Þær reglur sem kjörnir fulltrúar almennings setja og sumir kalla forræðishyggju finnst mér miklu betri en sú forræðishyggja sem skapast af svokallaðri frjálshyggju einstaklinganna sem geta sett sínar eigin reglur án þess að spyrja nokkurn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gissur Þórður Jóhannesson

Höfundur

Gissur Þórður Jóhannesson
Gissur Þórður Jóhannesson
Ég er bara gamall karl sem hefur gaman af að fylgjast með og skifta mér af ýmsum málum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Lára, Gissur og Lilla, 14. febr. 2006 002
  • Hólmsárfoss
  • Hólmsárfoss 3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband