16.12.2007 | 17:27
vanda skulum verkin öll
Vanda skulum verkin öll
vel svo fara megi.
Láta hugann flytja fjöll
og fljúa um lífsins vegi.
Ég kann nú lítið á að skrifa á þetta. Enda aldrei gert þetta áður
Gissur Jóhannesson.
Um bloggið
Gissur Þórður Jóhannesson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góð byrjun hjá þér nafni. Enda enginn venjulegur gamall karl á ferð!
Nú mega Bjarni, Össur og aðrir bloggarar fara að vara sig.
Kveðja frá Selfossi.
Gissur Jónsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 23:13
Þetta er nú alveg magnað hjá þér Gissur að fara að blogga, þú ert duglegri en ég hlakka til að lesa meiri visku biðjum að heilsa í bæinn.
kveðja frá Akureyri
Sunna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 19:53
þetta er að koma. Kanski?
Kveðja Gissur.
Gissur Þórður Jóhannesson, 19.12.2007 kl. 18:51
Sæll afi. Verð að hrósa þér fyrir að vera farinn að blogga. Þetta sýnir að það er jafnvel hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Ég ætla samt að vona að þú sitjir ekki svefnlaus á nóttunni yfir blogginu líkt og iðnaðarráðherra virðist gera. Sagt er að hann berjist þá með stjórnarandstöðunni en sé í meirihluta á daginn. Hvort ert þú með meirihlutanum eða í andstöðu???
Sæmundur Jón Jónsson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:45
Sæll Sæmi. Ég býst nú frekar við því að eg sé oftar í andófi.
Þó hægt sé að kenna gömlum að sitja,þá er ekki þar með sagt að þeir sitji rétt.
kveðja til þín og þinna Þinn Afi Gissur
Gissurjoh (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 18:49
Ég held við ættum minnst að spá í því hvað sé rétt og hvað sé rangt. Á því getur fólk haft svo misjafna skoðun. Það er eðlilegt að við tjáum okkur um það sem við erum að hugsa og skiptumst á skoðunum, þannig lærum við og oft geta skoðanir fólks breyst á stuttum tíma. Eitt sem mig langar að heyra þína skoðun á er innfluttningur á erfðaefni til kynbóta í kúastofninum okkar. Þeir sem hafa fylgst með á kýrhausnum á www.naut.is vita að þar fara margar misjafnar skoðanir en eins og áður efast ég um að ein sé neitt réttari eða rangari en önnur. Þetta gæti verið efni í nýja færslu :-)
Jólakveðjur í vestursýsluna frá heimilisfólkinu í Árbæ
Sæmundur Jón Jónsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.