12.7.2011 | 17:45
Mjólkurfluttningar
Nú er gott fyrir kúabændur í Skaftárhreppi að skifta við samvinnufélögin Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsöluna til þess að sjá um að sækja mjólkina til þeirra þó brúna vanti á Múlakvísl. Ég er gamall og framleiði því enga mjólk og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að koma mjólkinni frá mér. Hinsvegar er ég gamall bóndi og þekki það starf vel auk þess sem ég starfaði dálítið að félagsmálum bænda þar sem samvinnustarfið átti og á svo ríkann þátt í öllu þeirra félagsstarfi. Þó skrokkurinn sé farinn að gefa sig þá vona ég hausinn á mér verði altaf eins hvað bændur og samtaka mátt þeirra varðar. Það voru ánægulegar stundir að mega taka þátt í því árið 1959 undir forystu þeirra Jóns í Norður hjáleigu og Jóns í Seglbúðum að semja við forystumenn Mjólkurbús Flóamanna um að taka okkur Vestur Skaftfellinga austan Mýrdalssands sem fullgilda félagsmenn og innleggendur mjólkur í samvinnufélagið Mjólkurbú Flóamanna. Hafi allir þeir sem þar komu að kæra þökk fyrir. Gissur Jóhannesson
Um bloggið
Gissur Þórður Jóhannesson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.