7.11.2010 | 11:48
Aðeins meira um Mýrdalsjökul og nágreni hans.
Samkvæmt heimildum um Kötlugosin 1660 og 1721 hefur Mýrdalsjökull verið mjög stór miðað við stærð hans núna. Talið er að í gosinu 1660 hafi gosvatn komið fram úr Klofgili. Hafi svo verið þá hefur jökullinn sennilega náð fast að Hafursey að norðan. Um gosið 1721 segir:,,Mikil auðn varð í jökulinn,svo menn sjá nú skírlega í svarta hamra eða fjall ,þar sem gamlir menn segja,að jökli hafi verið þakið í yfir 100 ár.Hvort þessi fjöll sem talið var að hafi verið undir jökli og framan greind heimild segir frá,er svo kölluð Moldheiði sem sögð var í norðvestur frá Hafursey er ekki vitað En í Moldheiði er sagt að Þykkvabæjarklaustur (munkaklaustrið) ár 1168 til 1550 hafi átt nautabeit í. Hinsvegar sjást núna mjög vel fjöll sem fara árlega stækkandi suðaustan í Mýrdalsjökli norður af Hafursey og ná þau samfellt vestan frá Höfðabrekkuafrétti austur að Kötlugjá. Í dag heita þau fjöll Huldufjöll. Kannski draga þau nafn sitt af huldum fjöllum undir jökli,eins og heimildarnar segir okkur að þar hafi verið.? Sumarið 2007 eða 2008 hreinsaðist jökulinn frá háum hömrum í þessum fjöllum. Þeir hamrar og fossinn sem kemur út úr ísfylltu gljúfri í miðjum hömrunum sést vel héðan að heiman frá Herjólfsstöðum í ca. 25 30 km. fjarðlægð og í kíki má sjá úðann frá fossinum. Í fjöruferð um 1960 fundum við Herjólfstaðabændur greinilega manngerða gamla vörðu í Lambajökli. Ekkert vissum við þá í hvaða tilgangi hún hafði verið hlaðin. Nokkru seinna barst mér í hendur ljósrit úr ritinu Skírnir þar sem fjörumarki frá ár.1639 milli Herjólfsstaðafjöru og Kerlingadalsfjöru er svo lýst.,,Úr vörðu í Lambajökli sem beri í vestasta hornið á Sandfelli Þar með var tilgangur vörðunnar skýrður. Markið sem nú er notað og ég þekki er.,, Saman beri Sandfellsrætur að austan og Eggin í Öldufelli. Þegar maður er suður á fjöru og ber þessi mörk saman þá er maður á sama stað á fjörunni hvort viðmiðið sem notað er. Maður spyr því hversvegna var markið frá 1639 ekki látið halda sér fyrst það er á sama stað á fjörunni. Í sömu grein í Skírni sem áður er vitnað í er skýringuna að finna,þar segir,, Sandfell sést en mestan part,þar vestur af Klakksfjöll þau nú huldin jökli Því miður hef ég ekki ártalið um hvenær jökulinn náði að Sandfelli en greinilega er að það stækkun jökulsins sem hrekur menn með markið austur fyrir Sandfell því vestasta hornið á því hefur verið komið undir jökull. Nú eru sennilega um 2-3 kílómetrar íslausir milli jökulsins og Sandfells,þar fyrir vestan eru svo Klakksfjöll sem jökullítil ná næstum upp undir topp á norður hnúk jökulsins. Talið er að um landnám hafi landið verið viði vaxið milli fjalls og fjöru og landið allt mikið betur gróið en það er í dag. Nú tíma menn vilja telja það að eftir landið byggðist hafi búseta manna í landinu,eitt gróðri þess bæði með ofnýtingu skóganna og ofbeit búfénaðar á landið. Vel má vera að þar megi finna einhvern hluta skýringarinnar á gróðureyðingunni. Hinsvegar held ég að eldvirknin í landinu með sínum eldgosum og vatnshlaupum hafi sameiginlega mest valdið því sandfoki sem eitt hefur gróðri í landinu, ásamt kuldanum sem var þegar jöklarnir stækkuðu sem mest. Nú sýnist mér ísinn í Mýrdalsjökul hafi minkað svo mikið að Kötlugos sem kæmi núna yrði mun minna vegna minni ís en flest gosin frá 1625 hafa verið. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér um 1940 hefur ísinn í Mýrdalsjökull verið að bráðna. Sérstaklega hefur jökulinn bráðnað mikið og minkað í hlýindum síðustu 10 ára. Þá hefur allt land gróið hér mikið upp á sama tíma. Nú má heita að Mýrdalssandur verði aldrei ófær yfirferðar vegna sandfoks. Það má þakka lúpínunni sem sáð var og eins sjálfgræðslunni.Þó ég hafi haft Mýrdalsjökul fyrir augunum alla daga og vitað að þar undir ísnum lúrir Katla sem getur gosið fyrirvara lítið hvenær sem er,þá hefur það aldrei angrað mig þó ég viti margt um alla þá eiðileggingu sem hún veldur í gosum bæði eftir skráðum heimildum og frásögnum manna sem mundu Kötlugosið 1918 vel.
Um bloggið
Gissur Þórður Jóhannesson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 16951
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.