10.1.2008 | 16:39
Fiskreki.
Þegar ég var krakki fyrir um 70 árum rak oft fisk á Herjólfsstaðafjöru.Þetta var sá alrabesti fiskur sem ég hef fengið. þegar maður fær svona nýmeti eftir að hafa étið saltaðan eða súran mat í langan tíma þá fanst manni þetta alveg sælgæti þó stundum hafi ekki altaf hafst að hreinsa öll sandkorn úr honum. Aðallega rak fiskinn á land seinnipart vetrar,oftast þurfti að vera komið á fjöru áður en byrti svo fuglinn væri ekki búin að éta fiskinn.Oft fundust fiskbein sem fuglinn var búin að éta af. Stundum gat alveg orðið landhlaup af fiski. Frá einu svoleiðis landhlaupi sagði frá fyrir mörgum árum í Lesbók Morgunblaðsins þar sem Árni Óla talaði við Jón Sverrisson fyrverandi fiskimatsmann í Vestmannaeyjum sem áður var bóndi í Holti í Álftaveri sem hyrti þá þar um reka af Bólhraunafjöru. Einusinni þegar Jón fór á fjöru þá hafði á síðasta flóði myndast lón innan við fjörukampinn sem fullt var af fiski í sem honum tókst að veiða upp úr lóninu með berum höndunum Fiskurinn var það mikill að hann batt upp á hestinnþað sem hann gat borið og labbaði svo sjálfur heim teimdi hestinn. Daginn eftir fékk hann nágranna sinn með sér til að í það sem eftir var og fóru þeir með tvo hesta
Frá því um og fyrir 1950 og fram yfir1960 rak hér oft mikið af loðnu,bændur hyrtu mikið af henni og notuðu sem fóðurbæti.Loðnan var efst í flóðfarinu og því vandalaust að raka henni saman.
Nú hefur ekki um margra ára skeið hvorki rekið fisk eða loðnu.Hvað veldur veit ég ekki.
Gissur Jóhannesson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2008 | 23:00
Um kúakyn og fleirra.
Þú spyrð hver afstaða mín sé til innfluttnings á erfðaefni til kynbóta á íslenska kúastofninum. Ég er nú orðin svo gamall að ég veit varla hvort ég á að tjá mig um það. Og þó,ég hef stundum viljað vera að skifta mér af hlutum
sem mér kemur ekkert við,því þá ekki að hafa skoðun á þessu eins og öðru.
Ég er heldur mótfallinn innflutningi á þessu erfðaefni. Ég tel að betur þurfi að sannreina þann ávinning sem talið er að verði af þeirri breytingu að skifta um kúakyn. Ég vil t.d. fá að vita hvort og hvað mikill munur er á milli kynjana af þurefni í mjólkinni sem þau skila,miðað við fóðureiningar sem hvort kyn þarf að umsetja. Svo kostar mikið að þurfa að breyta fjósunum líka. Annars tel ég þetta smámál á móti því ef leifa á óhefta sölu bújarða án þess að gengið sé tryggilega frá því að öllum rétti þar um fylga skyldur líka,þar á ég við allskonar mannleg samskyfti.
Ekki meira núna,ég er búinn að finna leiðina í tölvunni. Kveðja. AFI Gissur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 17:27
vanda skulum verkin öll
Vanda skulum verkin öll
vel svo fara megi.
Láta hugann flytja fjöll
og fljúa um lífsins vegi.
Ég kann nú lítið á að skrifa á þetta. Enda aldrei gert þetta áður
Gissur Jóhannesson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Gissur Þórður Jóhannesson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar